Innlent

Hætta loftárásum á Húta í Jemen

Bjarki Ármannsson skrifar
Ringulreið hefur ríkt í Jemen allt frá því að Hútar lögðu undir sig höfuðborgina Sanaa í janúar.
Ringulreið hefur ríkt í Jemen allt frá því að Hútar lögðu undir sig höfuðborgina Sanaa í janúar. Vísir/AFP
Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hafa hætt loftárásum á uppreisnarmenn í Jemen. Yfirvöld segja að „hernaðarlegum markmiðum“ árásanna hafi verið náð.

Að því er BBC greinir frá mun bandalagið nú standa fyrir aðgerðum til að koma á stjórnmálalegri sátt í Jemen. Loftárásir gegn Hútum, uppreisnarmönnum úr röðum Sjía-múslima, stóðu alls yfir í mánuð en báru takmarkaðan árangur.

Stjórnvöld í Íran hafa fagnað ákvörðuninni um að hætta loftárásum og segja það skref í rétta átt. Sádi-Arabar hafa ítrekað ásakað Írani um að styðja Hútana með vopnagjöfum, en því neita Íranir.

Ringulreið hefur ríkt í Jemen allt frá því að Hútar lögðu undir sig höfuðborgina Sanaa í janúar síðastliðnum og settu forseta landsins, Abdrabbú Mansúr Hadí, í stofufangelsi. Hadí slapp í febrúar og flúði land í lok mars.


Tengdar fréttir

Hútar sækja fram í Jemen

Þrátt fyrir loftárásir Sádi-Arabíu hafa uppreisnarmennirnir tekið hluta borgarinnar Aden í Jemen.

Erlendir hermenn komnir til Jemen

Erlendir hermenn eru nú komnir til jemensku hafnarborgarinnar Aden. Ekki liggur fyrir að svo stödddu hverrar þjóðar hermennirnir eru.

„Við björgum mörgum en það eru líka margir sem deyja“

Sameinuðu þjóðirnar telja að um átta hundruð mans hafi látist í átökunum sem nú geysa í Jemen, og tæplega þrjú þúsund særst. Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur, sem er stödd í Jemen á vegum Rauða Krossins, segir ástandið þar hræðilegt og almenna borgara illa haldna.

Jemen sagt að hruni komið

Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×