Innlent

Hætta leit að Íslendingi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorleifur Kristínarson
Þorleifur Kristínarson
Leit að tvítugum Íslendingi í Danmörku, Þorleifi Kristínarsyni, hefur verið hætt en hans hefur verið saknað síðan á laugardagsmorgun. Þetta staðfesti lögreglan á Norður-Jótlandi í samtali við Vísi.

Á öryggismyndbandi frá höfninni í Fredrikshavn sést maður, sem talinn er vera Þorleifur, klifra yfir grindverk og inn á hafnarsvæðið. Talið er að hann hafi farið í höfnina og engar líkur á að hann finnist á lífi. Þorleifur býr í bænum Nykobing en var í heimsókn hjá félaga sínum þegar hann hvarf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×