Innlent

Hætta í húminu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Það getur verið erfitt að aka um stræti borgarinnar í miklu myrkri.
Það getur verið erfitt að aka um stræti borgarinnar í miklu myrkri. fréttablaðið/vilhelm
Nú þegar dag er tekið að stytta verður götulýsing borgarinnar enn mikilvægari. Árið 2009 var dregið úr götulýsingu og ákveðið að fara úr 50 lúxum í 20, en skiptar skoðanir eru á þeirri sparnaðaraðgerð.

„Við erum ekki með ábendingar frá lögreglunni um að þetta að hafi valdið fleiri óhöppum eða slysum,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur.

„Við höfum fengið töluvert af hringingum frá fólki sem er að kvarta. Okkur þykir þetta ekki æskileg sparnaðaraðgerð. Markmið lýsingar er að stuðla að öryggi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×