Innlent

Hætta að selja leikfangabyssur vegna ógnar

Snærós Sindradóttir skrifar
Börn í Frakklandi geta ekki eignast nýjar leikfangabyssur frá stærstu leikfangaverslanakeðju heims á næstunni.
Börn í Frakklandi geta ekki eignast nýjar leikfangabyssur frá stærstu leikfangaverslanakeðju heims á næstunni.
Verslunarkeðjan Toys R Us í Frakklandi hefur ákveðið að fjarlægja leikfangabyssur úr rekkum verslunarinnar vegna hryðjuverkanna í París. Þetta kemur fram á vef breska ríkis­útvarpsins.

Ákvörðun um að fjarlægja leikföngin var tekin á grundvelli þess að lögregla gæti tekið vopnin í misgripum fyrir alvöru vopn. Það þótti valda óþarfa ruglingi og jafnvel skapa hættuástand.

Vatnsbyssur og geislasverð verða ekki fjarlægð úr verslununum svo enn er hægt að vopnbúa frönsk börn að einhverju leyti.

Eftir því sem næst verður komist hefur ekki verið tekin ákvörðun um sams konar aðgerðir í Toys R Us á Íslandi. Verslunin heyrir undir finnskan sölustjóra sem ekki náðist í við vinnslu fréttarinnar.

Ekki hefur verið ákveðið hve lengi leikfangarifflum og skammbyssum verður haldið til hlés í 48 Toys R Us verslunum í Frakklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×