Erlent

Hætt við friðarviðræður milli ríkisstjórnar Úkraínu og uppreisnarsinna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi manns hefur látist í átökunum í austurhluta Úkraínu og gríðarleg eyðilegging blasir víða við.
Fjöldi manns hefur látist í átökunum í austurhluta Úkraínu og gríðarleg eyðilegging blasir víða við. Vísir/AFP
Hætt hefur verið við friðarviðræður sem fara áttu fram í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi á milli ríkisstjórnar Úkraínu og uppreisnarsinna í austurhluta landsins.

Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands tilkynnti að viðræðurnar hefðu verið slegnar af en samkvæmt frétt BBC var engin ástæða gefin upp um hvers vegna.

Viðræðurnar hófust á aðfangadag með það að markmiði að binda endi á ófriðinn sem ríkt hefur í austurhéruðum Úkraínu síðan í apríl síðastliðnum en 4.700 manns hafa látist í átökunum.

Friðarviðræðurnar koma í kjölfar þess að úkraínska þingið samþykkti á þriðjudaginn að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), en Rússar hafa harðlega gagnrýnt það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×