Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum heimilisofbeldismanni

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin er sviðsett. Tengist greininni ekki með beinum hætti.
Myndin er sviðsett. Tengist greininni ekki með beinum hætti. Vísir/Getty
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald gegn manni sem sakaður er um að hafa beitt sambýliskonu sinni ofbeldi í byrjun febrúar.

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að hann skyldi sitja inni til 22. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn og faðir hans eiga ítrekað að hafa staðið í hótunum við konuna eftir að hún leitaði til lögreglu vegna málsins.

Hrottaleg atburðarrás

Manninum er gefið að svipt konuna frelsi á heimili þeirra í fjórar klukkustundir í byrjun febrúar. Á meðan á frelsissviptingunni stóð á hann aðh afa slegið hana með hnefa í síðuna og höfuðið, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki og sparkað ítrekað í síðu hennar og fætur á meðan hún lá í gólfinu. 

Maðurinn á að hafa hótað konunni ítrekað lífláti og skoðað ber kynfæri hennar og rass með vasaljósi áður en  tók ljósmyndir af. Eftir það á hann að hafa nauðgað henni hrottalega.

Eftir að konan slapp leitaði hún strax til lögreglu sem fann næg sönnunargögn á heimili þeirra henni til stuðnings. Vegna ótta um að maðurinn myndi leita konuna uppi ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Sá úrskurður var svo staðfestur af Hæstarétti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×