Innlent

Hæstiréttur staðfestir 80 milljóna króna sekt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Hæstiréttur staðfesti í dag 80 milljóna króna sekt á móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls fyrir ólögmætt lóðrétt samráð félaganna við Bónus um smásöluverð og afslátt af því í verslunum Bónuss. Hafi markmið samráðsins verið að draga úr virkri samkeppni og hafi sú orðið raunin. Telur Hæstiréttur ekki tilefni til að hrófla við fjárhæð sektanna.

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins en þar segir að forsögu dómsins megi rekja til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á svokölluðum forverðmerkingum á kjötvörum, en um árabil tíðkaðist að kjötvinnslufyrirtæki verðmerktu vörur sínar fyrir verslanir. Á árinu 2010 gerði Samkeppniseftirlitið sátt við Haga og sex kjötvinnslufyrirtæki vegna málsins, þar sem umrædd fyrirtæki viðurkenndu brot, greiddu sektir og skuldbundu sig til að láta af forverðmerkingum á kjötvörum.

Síld og fiskur og Matfugl óskuðu aftur á móti eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið en þær viðræður skiluðu ekki niðurstöðu. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka afstöðu til aðgerða fyrirtækjanna í sérstakri ákvörðun og lagði 80 milljóna króna sekt á þau. Fyrirtækin kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til að fá réttaráhrifunum frestað, en áfrýjunarnefndin staðfesti ákvörðunina.






Tengdar fréttir

Staðfestu 80 milljóna sekt vegna verðsamráðs

Langisjór, móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls, þarf að greiða 80 milljóna króna sekt vegna ólögleg samráðs við Bónus um vöruverð. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síld og fiskur og Matfugl, auk Sláturfélags Suðurlands, Reykjagarðs, Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, Norðlenska, Kjarnafæðis og Kjötbankans höfðu brotið af sér með tvíhliða samningum eða samstilltum aðgerðum í tengslum við smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem kjötvinnslurnar höfðu verðmerkt fyrir Bónus.

80 milljóna sekt er látin standa

Áfrýjunarnefnd samkeppnismál hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Langasjó um 80 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×