Innlent

Hæstiréttur sneri við dómi í meiðyrðamáli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Feðgarnir Reynir og Jón Trausti.
Feðgarnir Reynir og Jón Trausti. Vísir/Heiða
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Hans Aðalsteinn Helgason höfðaði gegn feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Héraðsdómur dæmdi á sínum tíma sjö ummæli um Hans ómerk en þau voru í frétt sem birt var í DV helgina 3. til 7. ágúst árið 2012 og bar yfirskriftina „Láglaunamenn í undirheimum“.

Reynir var þá ritstjóri DV og Jón Trausti framkvæmdastjóri miðilsins. Þá voru feðgarnir jafnframt dæmdir í héraði til að greiða sekt í ríkissjóð, málskostnað og Hansi miskabætur.

Hæstiréttur taldi hins vegar að sýkna bæri Reyni og Jón af kröfum Hans. Ummælin í DV standa því og dæmdi Hæstiréttur hann til að greiða Reyni og Jóni 500.000 krónum hvorum um sig í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Ummælin sem ómerkt voru á sínum tíma en standa nú eru:

„Láglaunamenn í undirheimum“

„Mánaðarlaun opinberra meðlima í íslenskum undirheimasamtökum ekki há“

„Liðsmenn félaga sem íslensk lögregluyfirvöld hafa sett á athugunarlista yfir samtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi eru ekki með há laun miðað við álagningarskrá ríkisskattstjóra“

„DV kannaði laun nokkurra einstaklinga sem opinberlega hafa verið kenndir við eða kenna sig sjálfir við samtök sem sögð eru tengjast skipulagðri glæpastarfsemi“

„Meðal annars kannaði DV tekjur liðsmanna Hells Angels“

„Laun í undirheimum“

„Hans Aðalsteinn Helgason tengist Hells Angels 277“


Tengdar fréttir

Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV

Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu.

Staðfestir sýknu Reynis og Jóns Trausta

Hilmar Þór Leifsson hafði stefnt Reyni og Jóni Trausta fyrir meiðyrði vegna fréttar í DV sem bar yfirskriftina "Láglaunamenn í undirheimum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×