Viðskipti innlent

Hæstiréttur hafnar kröfu Sigurjóns Árnasonar

ingvar haraldsson skrifar
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/gva
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, um að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þurfi að víkja vegna vanhæfis.

Slitabú Landsbankans hefur stefnt Sigurjóni vegna 35 milljóna séreignarsparnaðargreiðslu sem Landsbankinn greiddi Sigurjóni í vikunni áður en bankinn féll, í október 2008. Slitabú gamla Landsbankans vill fá milljónirnar 35 endurgreiddar, auk dráttarvaxta.

Sigurjón fór fram á að héraðsdómari í málinu myndi víkja vegna þess að eiginmaður hennar leigir skrifstofu í húsnæði sem Kristinn Bjarnason, lögmaður slitabúsins, á með þrem öðrum. Þar eru leigðar út skrifstofur fyrir yfir 20 lögfræðinga. Fullyrt var að slíkar aðstæður væru til þess fallnar að draga mætti óhlutdrægni dómarans í efa.

Þessu hafnaði héraðsdómur fyrst og nú hefur Hæstiréttur staðfest dóm héraðsdóms.

Frávísunarkrafa sett fram kvöldið fyrir aðalmeðferð

Þá telur héraðsdómur aðfinnsluvert að krafan um að dómari viki hafi ekki verið sett fyrr fram. Farið var fram á að dómari viki með tölvupósti sem sendur var klukkan 21:38 kvöldið áður en aðalmeðferð málsins átti að hefjast, klukkan 9:30 næsta dag. Héraðsdómur bendir á að aðalmeðferð hafi verið ákveðin með löngum fyrirvara.



Dóma Hæstaréttar og hérðasdóms má lesa í heild sinni hér.



Tengdar fréttir

Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir,

Sigurjón áfrýjar dómnum

Sigurjón Árnason ætlar að áfrýja tólf mánaða fangelsisdómnum frá því í morgun.

Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×