Innlent

Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana.
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í gær eftir að hennar hafði verið leitað í rúma viku. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn á þriðja tímanum í dag.

Lögreglan krafðist fjögurra vikna gæsluvarðahalds yfir mönnunum tveimur en héraðsdómur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag.

Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þriðja manninum, sem handtekinn var um borð síðar sama dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Mennirnir voru úrskurðaðir á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp, en enn er á huldu hvort andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum.

Lögreglan lagði hald á rauða Kia Rio bifreið í síðustu viku vegna málsins og fann þar blóð sem staðfest var með greiningu að væri úr Birnu.

Lögreglan rannsakar nú hvernig lík Birnu rataði að Selvogsvita, hvort mennirnir tveir sem eru í haldi hafi ekið henni suður á Reykjanes eða hvort henni hafi skolað þangað með hafstraumum frá öðru svæði.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Lífsýni úr bílnum er úr Birnu

Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×