Erlent

Hæstiréttur Austurríkis ógildir forsetakosningarnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Alexander van der Bellen hafði sigur í kosningunum sem nú hafa verið ógiltar.
Alexander van der Bellen hafði sigur í kosningunum sem nú hafa verið ógiltar. vísir/epa
Hæstiréttur Austurríkis hefur ógilt niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í maí. Sagt er frá þessu á vef BBC.

Í síðari umferð forsetakosninganna var Alexander van der Bellen, frambjóðandi Græningja, kjörinn forseti en hann hlaut 50,3 prósent atkvæða. Norbert Hofer, frambjóðandi hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks, hlaut 49,7 prósent. Aðeins 31.026 atkvæði skildu þá að.

Áður en utankjörfundaratkvæði höfðu verið talin leiddi Hofer með 51,9 prósent atkvæða. Það snerist við í kjölfar utankjörstaðartalningarinnar.

Kæra Frelsisflokksins sneri meðal annars að því að kjörstjórnir í 94 kjördæmum, af 117, hefðu orðið uppvísar af óreiðu eða mistökum við talningu utankjörfundaratkvæða.

Niðurstaða dómsins þýðir að nauðsynlegt verður að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna. Ekki er ljóst hvenær það verður gert. 


Tengdar fréttir

Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin

Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir.

Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum

Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×