Innlent

Hæstarétti þótti frásögn eins piltsins fjarstæðukennd

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Einn mannanna fimm eftir að hann var handtekinn í maí 2014, fyrir tveimur og hálfu ári.
Einn mannanna fimm eftir að hann var handtekinn í maí 2014, fyrir tveimur og hálfu ári. Vísir/Daníel
Hæstiréttur taldi frásögn eins piltsins af fimm, sem grunaðir voru um að hafa í sameiningu nauðgað sextán ára stúlku í maí 2014, fjarstæðukennda og ómerkti því sýknudóm héraðsdóms yfir honum. Piltinum var gefið að sök að hafa myndað hluta af kynferðismökunum og sýnt myndskeiðið í matsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti.

Sýknudómar yfir hinum mönnunum fjórum voru hins vegar staðfestir í Hæstarétti í dag.

Í gögnum málsins segir að fyrir liggi að maðurinn hafi tekið kynmökin upp á farsíma sinn og svo lagt símann á borð í matsalnum og sýnt samnemendum sínum myndskeiðið. Við það hafi annar tekið myndskeiðið upp á eigin síma og þannig hafi myndbandið farið í dreifingu.

Maðurinn neitaði að hafa sýnt skólafélögum sýnum myndskeiðið, en viðurkenndi að hafa sýnt meðákærðu það, og að hann hefði eytt því úr síma sínum í kjölfarið. Sagði hann að einhver hefði tekið símann í leyfisleysi í skólanum og farið með hann inn í matsal skólans, þar sem hópur nemenda hafi myndast þar sem myndbandið var skoðað. Einhver hljóti að hafa tekið það upp.

Dómurinn taldi þessa frásögn fjarstæðukennda. Manninum hefði jafnframt átt að vera ljóst að myndbandsupptakan hafi verið gerð án leyfis stúlkunnar, og var málinu vísað aftur í hérað. Þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur yfir honum vegna upptökunnar var staðfestur í Hæstarétti og var manninum gert að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×