Erlent

Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Antonin Scalia.
Antonin Scalia. Vísir/Getty
Bandaríski hæstaréttardómarinn Antonin Scalia er látinn, 79 ára að aldri. Hann var einn af íhaldssömustu dómurum við hæstarétt Bandaríkja en hann var skipaður í það embætti af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Regan, árið 1986. 

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir fráfall hans geta raskað valdajafnvægi í hæstarétti Bandaríkjanna því það gefi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, færi á að skipa fimmta frjálslynda dómarann við réttinn. Það yrði í fyrsta skiptið í áratugi sem frjálslyndir hefðu meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. 

Segir BBC jafnframt að núverandi meirihlutinn við réttinn, sem er sagður heldur íhaldssamur, hafi tafið áætlanir stjórnar Obama er varða loftslagsbreytingar og innflytjendamál.

Yfirvöld  í Bandaríkjunum segja Scalia hafa farið á lúxusbúgarð í Texas í gær þar sem hann var gestur. Þegar hann mætti ekki í morgunmat í morgun var farið inn á herbergi hans þar sem lík hans fannst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×