Erlent

Hæsta og lengsta brú með glergólfi í heimi opnuð í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Brúin er í 300 metra hæð.
Brúin er í 300 metra hæð. Vísir/AFP
Hæsta og lengsta brú með glergólfi í heimi var opnuð í Kína um helgina. Glergólfið veitir fólki færi á að sjá mjög sérstakt útsýni yfir dalbotninn og má líklegast fullyrða að ganga yfir brúna sé ekki fyrir lofthrædda.

Gólfið samanstendur af 99 bitum af fimm sentimetra þykku gleri, en brúin sjálf er 420 metra að lengd, sex metra á breidd og í þrjú hundruð metra hæð í dal í Zhangjiajie-þjóð garðinum í Hunan-héraði.

Hægt hefur verið komast yfir brúna í nokkurn tíma en það var fyrst í dag sem hún var opnuð fyrir almenning.

Nokkrir dagar eru síðan nýgift hjón létu sig síga niður frá brúnni. Sjá ná frétt CCTV í spilaranum að neðan.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×