Erlent

Hæsta fjall Svíþjóðar minnkar enn

Atli Ísleifsson skrifar
Kebnekaise, hæsta fjall Svíþjóðar, mælist nú 12,5 metrum lægri en Hvannadalshnúkur.
Kebnekaise, hæsta fjall Svíþjóðar, mælist nú 12,5 metrum lægri en Hvannadalshnúkur. Vísir/AFP
Syðri tindur Kebnekaise, hæsta fjalls Svíþjóðar, mældist 2097,5 metrar á hæð í árlegri mælingu og skilur nú aðeins 70 sentimetrar á syðri og nyrðri tind fjallsins.

Sumarið í norðurhluta Svíþjóðar hefur verið hlýtt og hafa jöklar bráðnað hratt. Þetta á einnig við um 40 metra þykkan jökulinn á hæsta tindi Svíþjóðar, suðurtindi Kebnekaise.

Syðri tindurinn er lítill jökull og mun snjór komandi vetrar hækka hann á ný, en ef næsta sumar verður aftur hlýtt er ekki útilokað að nyrðri tindurinn, sem ekki er jökull, verði þá orðinn hæsti tindur landsins.

Fjöldi manns leggja leið sína á syðri tindinn á ári hverju og því kann að styttast í að umferð um fjallið breytist á komandi árum. „Þar sem nyrðri tindurinn er umtalsvert erfiðari uppgöngu er þetta áskorun fyrir ferðamennsku á Kebnekaise,“ segir Gunhild Rosqvist, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar í Tarfala í samtali við Dagens Nyheter.



Syðri tindurinn hefur minnkað um að meðaltali einn metra á ári síðustu fimmtán árin.

Hvannadalshnúkur er hæsti tindur Íslands og mælist 2.110 metra á hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×