Viðskipti innlent

Hæsta fermetraverðið í miðborg Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á árinu 2002 var dýrasta hverfið 30 prósent dýrara en það ódýrasta og þá hafði þessi munur verið nokkuð óbreyttur frá árinu 1990.
Á árinu 2002 var dýrasta hverfið 30 prósent dýrara en það ódýrasta og þá hafði þessi munur verið nokkuð óbreyttur frá árinu 1990. vísir/vilhelm
Á árinu 2014 var hæsta fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 377 þúsund krónur í miðborg Reykjavíkur og það lægsta 214 þús. kr. í Álfaskeiði í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Þarna á milli er 75 prósent munur og hefur hann aldrei verið meiri á milli dýrasta og ódýrasta hverfis. Á árinu 2002 var dýrasta hverfið 30 prósent dýrara en það ódýrasta og þá hafði þessi munur verið nokkuð óbreyttur frá árinu 1990. Munurinn jókst svo fram til 2006 þegar hann var 67 prósent og lækkaði síðan niður í 48 prósent á árinu 2008.

Á síðustu tveimur árum hefur verð hækkað mest í Garðabæ utan Sjálands og Akra og á Seltjarnarnesi. Verð hafa einnig hækkað mikið í Löndum og Gröndum og Miðborgin er einnig í efri hlutanum í þeim samanburði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×