Skoðun

Hærri þóknanir til leigusala

Haraldur Gísli Sigfússon skrifar
TotalHost er íslenskt sprotafyrirtæki sem gerir leigusölum kleift að fá greitt fyrir að vísa í ferðir. Fyrirtækið var að gefa út nýja og uppfærða útgáfu af TotalHost en frumútgáfan kom út í lok ágúst og hefur fengið góðar viðtökur hjá leigusölum sem segja þetta vera kærkomna viðbót. Frá þeim tíma hafa tekjur leigusala af TotalHost aukist og stefnir fyrirtækið á að stækka á næstunni.

Skammtímaleiga fasteigna felur margt annað í sér en einungis að leigja út fasteign. Ferðamenn leita mikið eftir ráðum frá leigusölum til að nýta tímann sinn á Íslandi. Með því að umbuna leigusölum fyrir ráðin sín sérstaklega fær ferðamaðurinn enn betri og fleiri ráð. Okkar markmið er að skapa samfélag þar sem leigusalar eru að hjálpa hver öðrum við að selja ferðir.

TotalHost er fyrsta þjónustan sem einbeitir sér einungis að leigusölum í skammtímaleigu. TotalHost tók þátt í Startup Reykjavik sumarið 2016, í ágúst var frumútgáfu hleypt af stað og hafa undanfarnir tveir mánuðir farið í að straumlínulaga ferla hjá fyrirtækinu ásamt því að sannreyna viðskiptahugmyndina. Í kjölfarið höfum við náð betri samningum við ferðaskipuleggjendur og getum hækkað þóknanir á ferðum til leigusala. Stofnendur TotalHost hafa báðir staðið í skammtímaleigu, það kom þeim mikið á óvart hversu mikil aukavinna er í kringum skammtímaleigu.

Samskiptin við gestina eru jafn mikilvæg og sjálf útleigan á fasteigninni. Í gegnum einkunnakerfi AirBnB er leigusalanum gefin einkunn fyrir ýmsa þætti. Meðal annars er einkunn gefin fyrir samskipti. Með TotalHost er leigusalanum gefinn enn meiri hvati til þess að standa sig vel í samskiptunum. Það mun leiða að betri einkunn á AirBnB ásamt því að leigusalinn fær aukatekjur.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×