Innlent

Hælisleitandi dæmdur í gæsluvarðhald

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi fram á föstudag.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir hælisleitanda sem dæmdi manninn í varðhald til 19. september nk. Segir í dómnum að hælisleitandinn hafi verið fluttur til landsins á grundvelli Dyflinnarreglunnar fyrr í mánuðinum. Hann hafi yfirgefið landið að eigin frumkvæði ásamt konu sinni og tveimur börnum en þau hafa ekki fundist og eru enn erlendis.

Fram kemur í dómnum að hælisleitandinn hafi stöðu sakbornings í nokkrum málum sem séu til meðferðar hjá lögreglu, þar á meðal eru ofbeldisbrot og þjófnaður. Jafnframt segir að lögreglan hafi rökstuddan grun um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera, og að hann hafi sýnt af sér hegðun sem gefi til kynna að af honum stafi hætta og að hann kunni að grípa til ofbeldis gangi hann laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×