Fótbolti

Hægt var að sjá heimilisföng og netföng heimsmeistaranna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alex Morgan hefur væntanlega fengið nokkra tölvupósta.
Alex Morgan hefur væntanlega fengið nokkra tölvupósta. vísir/getty
Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í fótboltar eru vægast sagt ósáttir eftir að persónulegar upplýsingar um marga leikmenn liðsins voru gerðar opinberar vegna réttarhalda sem standa nú yfir.

Bandaríska knattspyrnusambandið kærði leikmannasamtök heimsmeistaraliðsins vegna kjarasamnings sem knattspyrnusambandið telur í gildi en leikmannasamtökin ekki.

Á mánudaginn voru birt gögn þar sem mátti finna heimilisföng sumra leikmanna liðsins og netföng sumra stjarna þess á borð við Alex Morgan, Hope Solo, Megan Rapinoe og besta leikmanns heims, Carli Lloyd.

„Leikmenn liðsins eru í miklu uppnámi. Okkur er sýnd mikil vanvirðing með þessu. Þarna var illa farið með upplýsingar um okkur. Ég efast um að þetta var viljandi en þetta eru stór og óásættanleg mistök,“ segir Megan Rapinoe í viðtali við New York Times.

Búið er að taka gögnin úr opinberri birtingu en skaðinn er löngu skeður eftir sem áður. Leikmenn liðsins eru nógu óánægðir með lögsókn bandaríska knattspyrnusambandsins en enn reiðari vegna birtingu upplýsinganna um sig.

„Ég tel að öllum leikmönnunum líði eins. Þetta er vanvirðing og algjörlega óásættanlegt,“ segir Megan Rapinoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×