Körfubolti

Hægt að styðja KKÍ og horfa á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leiknum á móti Bosníu.
Jón Arnór Stefánsson í leiknum á móti Bosníu. Vísir/Anton
HM í körfubolta hefst á Spáni í dag en alls munu 24 lið keppa um heimsmeistaratitilinn.

Tíu lið sem gætu orðið andstæðingar Íslands á næsta ári á EuroBasket 2015 taka þátt í HM í ár en það eru Finnland, Frakkland, Grikkland, Litháen, Króatía, Serbía, Slóvenía, Spánn, Úkraína og Tyrkland.

Á heimasíðu KKÍ er gefin upp góð leið til að verða sér úti um áskrift að leikjum mótsins í gegnum LIVEbasketball.tv sem er útsendingarsíða FIBA.

Þar verður allt mótið í heild sinni fáanlegt í góðum gæðum og öflugum útsendingarstraum fyrir 5.99 dollara.

KKÍ fær hlut af hverri seldri áskrift sem fer í gegnum KKÍ.is og því getur íslenskt körfuboltaáhugafólk styrkt KKÍ um leið og það nær sér í hágæðakörfubolta næstu tvær vikurnar.

Fram undan er risastórt og fjárfrekt verkefni hjá KKÍ, að fara með karlalandsliðið á sitt fyrsta stórmót, og slíkur styrkur kæmi sér því vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×