Sport

Hægt að fylgjast með EM í frjálsum í beinni á netinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hluti af íslenska hópnum á leikvanginum í Z°urich í Sviss.
Hluti af íslenska hópnum á leikvanginum í Z°urich í Sviss. Mynd/Instagram-síða FRÍ
22. Evrópumótið í frjálsum íþróttum hófst í morgun og það er hægt að fylgjast með mótinu í beinni á netinu í gegnum heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins.

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, sem er að keppa á sínu níunda stórmóti á ferlinum, keppir fyrst Íslendinga á mótinu en undanriðill hennar hefst klukkan 10.16 að íslenskum tíma.

Langstökkvarinn Hafdís Sigurðardóttir keppir einnig í undankeppni langstökksins seinna í dag en hún hefur keppni klukkan 18.07 að íslenskum tíma.

Til að komast í úrslitin þarf Ásdís að kasta spjótinu 57,50 metra eða Hafdís að stökkva 6,65 metra í langstökkinu. Þær komast einnig í úrslit ef að þær verða á meðal tólf efstu í undankeppninni.

Á Evrópumótinu keppa einnig Aníta Hinriksdóttir, Guðmundur Sverrisson og Kári Steinn Karlsson.

Það er hægt að sjá útsendinguna með því að smella hér.



Dagskrá íslensku keppendanna af heimasíðu FRÍ:

 

12. ágúst

10:16 Ásdís Hjálmsdóttir, undankeppni í spjótkasti

18:10 Hafdís Sigurðardóttir, undankeppni í langstökki

 

13. ágúst

10:20 Aníta Hinriksdóttir, riðlar í 800 m hlaupi

18:00 Hafdís Sigurðardóttir, úrslit í langstökki

 

14. ágúst

08:50 Hafdís Sigurðardóttir, riðlar í 200 m hlaupi

16:38 Aníta Hinriksdóttir, undanúrslit í 800 m hlaupi

15:30/16:45 Guðmundur Sverrisson, undankeppni í spjótkasti

17:45 Hafdís Sigurðardóttir, undanúrslit í 200 m hlaupi

18:40 Ásdís Hjálmsdóttir, úrslit í spjótkasti

 

15. ágúst

18:25 Hafdís Sigurðardóttir, úrslit í 200 m hlaupi

 

16. ágúst

14:05 Aníta Hinriksdóttir, úrslit í 800 m hlaupi

 

17. ágúst

07:00 Kári Steinn Karlsson, úrslit í maraþonhlaupi

14:11 Guðmundur Sverrisson, úrslit í spjótkasti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×