Erlent

Hægri öfgamönnum bannað að mótmæla í Köln um áramót

Atli Ísleifsson skrifar
Skelfilegar frásagnir bárust frá Köln dagana eftir síðustu áramót.
Skelfilegar frásagnir bárust frá Köln dagana eftir síðustu áramót. Vísir/AFP
Hægri öfgamönnum hefur verið bannað af þýskum yfirvöldum að mótmæla í Köln um áramótin.

Westdeutscher Rundfunk greinir frá því að liðsmönnum nýnastaflokksins NPD hafi verið bannað að koma saman til mótmæla. Sömuleiðis hefur hægriflokknum Alternativ für Deutschland (AfD) verið bannað að mótmæla í Köln.

Sérstakur dómstóll sem hafði umsóknirnar til meðferðar sögðu að lögregla byggi ekki yfir mannskap til að vernda samkomur sem þessar á þessum tímapunkti.

Reiknað er með að um 1.500 lögreglumenn verði á ferli í miðborg Kölnar á nýársnótt. Með auknu eftirliti er vonast til að koma megi í veg fyrir að það sem átti sér stað um síðustu áramót endurtaki sig, þar sem mikill fjöldi karlmanna, margir af erlendu bergi brotir, rændu og beittu konur kynferðisofbeldi á götum úti.

Þá er með þessu einnig vonast til að hindra að árás, svipaðri þeirri sem átti sér stað í Berlín þann 19. desember, eigi sér stað í miðborg Köln.


Tengdar fréttir

Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði

Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér.

Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið

Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×