Innlent

Hæglætisveður næstu daga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Andri Marinó
Von er á dálítilli vætu um landið norðaustanvert en bjart verður að mestu sunnan- og vestantil á landinu í dag. Víða verður sólríkt og milt og norðvestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Von er á hæglætisveðri næstu daga.

 Þá spáir Veðurstofa Íslands til um síðdegisskúra á stöku stað.

Á morgun er von á fremur hægri breytilegri átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og síðdegisskúrum sums staðar. Hitit 8 til 18 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum, einkum sunnanlands. Hiti víða 9 til 15 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt, 5-13, hvassast með suðausturströndinni. Skýjað að mestu suðaustan- og austanlands en annars bjartviðri. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt, skýjað að mestu og dálitlar skúrir, en bjartara vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir austan og norðaustan átt með rigningu. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×