Viðskipti erlent

Hægðalyf auglýst frá sjónarhorni kúksins

Bjarki Ármannsson skrifar
Ef vel er að gætt, má sjá einn „fanganna“ telja dagana sem hann hefur setið fastur.
Ef vel er að gætt, má sjá einn „fanganna“ telja dagana sem hann hefur setið fastur.
„Aðeins þú getur hleypt þeim út,“ segir slagorðið með þessari óvenjulegu en stórsniðugu auglýsingu fyrir hægðalosandi lyfið Dulcolax.

Auglýsingin, sem sýnir hóp einhvers konar kúkfígúra sem eru fangelsaðar og virðast óhamingjusamar með það, var birt í dagblöðum og á strætisvagnaskýlum í Singapúr. Þegar hún er grannskoðuð, kemst maður að því að prísundin sem fígúrurnar vesælu sitja fastar í er í raun endaþarmur manneskju. Manneskju sem væntanlega hefur ekki tekið inn nægilega mikið Dulcolax.

„Í staðinn fyrir að nálgast leikþáttinn frá sjónarhorni sjúklingsins, nálguðumst við hann frá sjónarhorni úrgangsins,“  útskýrir fulltrúi McCann Health, auglýsingastofunnar í Sjanghaí sem gerði auglýsinguna.

Samkvæmt upplýsingum frá stofunni fór vöruvitund uppúr úr því sem næst núll prósentum upp í 21 prósent eftir birtingu auglýsingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×