SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Haas stefnir á stig í Ástralíu

 
Formúla 1
20:30 05. JANÚAR 2016
Steiner, Romain Grosjean annar ökumanna liđsins og Gene Haas eigandi ţess.
Steiner, Romain Grosjean annar ökumanna liđsins og Gene Haas eigandi ţess. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Guenther Steiner, liðsstjóri Haas segir að liðið stefni á að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins. Aðeins örfá ný lið hafa náð í stig í sinni fyrstu keppni.

Árið 2010 komu þrjú ný lið inn í Formúlu 1 og ekkert þeirra náði í stig á fyrsta árinu. Hvað þá í fyrstu keppninni. Af þeim þremur er aðeins Manor Marussia liðið starfandi og það náði í stig á sínu fimmta tímabili. Hin tvö voru Caterham og HRT.

Haas setur markið hátt, þrátt fyrir að sagan segi annað. Markmið liðsins eru að komast í aðra lotu tímatökunnar og ná í stig í ástralska kappakstrinum í mars.

„Við myndum vilja ná í stig,“ sagði Steiner, aðspurður um hvað hann teldi mögulegt í fyrstu keppni. „Ef við komumst í aðra lotu tímatökunnar erum við í góðum málum,“ bætti hann svo við.

„Við viljum eiga möguleika á stigum og sýna hvað í okkur býr. Við viljum sýna hvað við höfum verið að vinna að síðustu tvö ár og viljum sleppa stórslysa laust frá þessu. Það eru helstu markmið í augnablikinu,“ sagði Steiner.

Steiner blés á orðróm um að stór nöfn væru á leið til liðsins í formi verkfræðinga eða hönnuða. Rob Smedley hafði verið orðaður við liðið.

„Við eigum von á góðum einstaklingum en ekki neinum risastórum nöfnum. Það er enginn Adrian Newey að koma til okkar sem dæmi,“ sagði Steiner að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Haas stefnir á stig í Ástralíu
Fara efst