Viðskipti innlent

H&M gæti verið á leiðinni til landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslendingur í útlöndum er iðulega með H&M poka í hönd.
Íslendingur í útlöndum er iðulega með H&M poka í hönd. Vísir/Getty
Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Regins, segir í farvegi að laða að heimsþekkt vörumerki í verslunarrými sem fyrirhuguð eru á Hörpureitnum. Reginn keypti sig inn á Hörpureitinn og vinna ráðgjafar fyrirtækisins að því að kynna þá möguleika sem eru fyrir hendi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

„Það gera þeir á sýningum víða um heiminn og meðal þeirra aðila sem þeir munu ræða við er að sjálfsögðu H&M, sem þeir hafa einmitt starfað töluvert með á síðustu árum,“ segir Helgi. Hann segir Reginn þó vera í samtali við fleiri stóra aðila og allur markaðurinn sé í skoðun.

Áhugi Íslendinga á sænsku fatakeðjunni er afar mikill. Fréttir af mögulegri komu keðjunnar til Íslands undanfarin ára hafa vakið mikla athygli þótt ekkert hafi orðið af því enn sem komið er

Á dögunum var stofnaður Fésbókarhópur þar sem tilkynnt var að H&M verslun yrði opnuð í desember. Ekki reyndist fótur fyrir því en fleiri þúsund manns gengu í Fésbókarhópinn og reyndu að vinna sér inn gjafabréf.


Tengdar fréttir

Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“

"OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!!“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. En á því gæti orðið nokkur bið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×