Íslenski boltinn

Gylfi vill ná tveimur árum með FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi fagnar marki í leik með Swansea.
Gylfi fagnar marki í leik með Swansea. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Swansea, segist vilja enda knattspyrnuferilinn á Íslandi með uppeldisfélaginu FH.

„Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax til Íslands,“ sagði Gylfi í samtali við Eftir vinnu, fylgirit Viðskiptablaðsins, eftir því kemur fram á vb.is. Hann segir í viðtalinu að hann vilji ljúka knattspyrnuferlinum hér á landi og spila síðustu tvö árin sín með FH.

Hann segist sakna þess að búa á Íslandi. „Já, rosalega mikið. Þegar maður bjó á Íslandi gat maður ekki beðið eftir að flytja í burtu en þegar maður er búinn að vera úti í nokkur á þá langar manni að vera heima með fjölskyldunni,“ sagði hann en Gylfi flutti frá Íslandi aðeins fimmtán ára gamall er hann samdi við Reading í Englandi.

Gylfi er lykilmaður með íslenska landsliðinu, sem og með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði að æfa með FH hér á landi en spilaði með Breiðabliki síðustu árin áður en hann hélt út til Englands ungur að árum sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×