Enski boltinn

Gylfi valinn sá besti í október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti leikmaður októbermánaðar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Swansea City.

Gylfi hafði betur í kosningu á heimasíðu félagsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun á tímabilinu.

Gylfi var einn af þremur sem var tilnefndur en hinir voru fyrirliðinn Ashley Williams og framherjinn Wilfried Bony.

Englendingurinn Nathan Dyer var kosinn bestur í ágúst og Ekvadormaðurinn Jefferson Montero þótti vera sá besti hjá Swansea í september.

Gylfi hefur slegið í gegn í endurkomu sinni til Swansea og hefur átt þátt í 60 prósentum marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×