Enski boltinn

Gylfi Þór vinsæll í jólaboði Swansea | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Swansea létu sjá sig á jólaboði félagsins sem fram fór í gær, en þar mættu stuðningsmenn liðsins á öllum aldri og gerðu sér glaðan dag.

Vitaskuld þurftu leikmennirnir að taka myndir af sér með stuðningsmönnunum og árita allskonar varning; blöð, bækur og treyjur.

Gylfi Þór, sem hefur farið á kostum með Swansea í vetur og komið að rétt tæpum helmingi marka liðsins í úrvalsdeildinni, var mjög vinsæll og hafði vart undan að sinna spenntur stuðningsmönnum Swansea.

Hér að ofan má sjá myndband frá jólaboðinu þar sem Gylfi kemur mikið við sögu.


Tengdar fréttir

Gylfi og Harpa valin knattspyrnufólk ársins 2014

Leikmannaval Knattspyrnusambands Íslands hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnufólk ársins 2014 en þetta er í ellefta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×