Enski boltinn

Gylfi Þór vanmetnastur í ensku úrvalsdeildinni: „Gylfi hinn magnaði flýgur hátt þessa dagana“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er á lista blaðsins Telegraph yfir 20 bestu leikmenn deildarinnar í nóvember.

Gylfi er þar í ellefta sæti en hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Swansea í leikjunum þremur sem liðið spilaði í úrvalsdeildinni í mánuðinum. Hann er búinn að skora í síðustu tveimur leikjum þar sem velska liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton og vann svo Crystal Palace, 5-4, í ótrúlegum leik.

Sjá einnig:Messan: Gylfa finnst gott að hafa mikla pressu á sér

Sigurinn á Palace var sá fyrsti síðan í fyrstu umferðinni þegar Swansea lagði Burnley í Íslendingaslag en þar skoraði Gylfi Þór beint úr aukaspyrnu. Hann hefur gert það að listgrein að skora úr aukaspyrnum eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni.

„Sigurðsson er líklega vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Án hans væru svanirnir í vondum málum. Hann er búinn að skora tvö mörk, leggja upp þrjú og er í fjórða sæti yfir þá leikemenn sem búa til flest færi. Gylfi hinn magnaði er á flugi þessa dagana,“ segir í umsögn um íslenska landsliðsmanninn.

Ellefu bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember:

1. Victor Moses. Chelsea

2. Philppe Coutino, Liverpool

3. Sergio Agüero, Man. City

4. Alexis Sánchez, Arsenal

5. Eden Hazard, Chelsea

6. Jordan Henderson, Liverpool

7. Diego Costa. Chelsea

8. Dmitry Payet, West Ham

9. Virgil van Dijk, Southampton

10. N'Golo Kante. Chelsea

11. Gylfi Þór Sigurðsson. Swansea


Tengdar fréttir

Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu um helgina og hefur þar með skorað tíu slík mörk á stóra sviðinu í evrópskum fótbolta. Fréttablaðið skoðar þessi tíu eftirminnilegu mörk.

Moses hafði betur gegn Gylfa og Aguero

Victor Moses, leikmaður Chelsea, hefur verið kosinn leikmaður nóvember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni af stuðningsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×