Enski boltinn

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er nýr leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er nýr leikmaður Everton. Mynd/Heimasíða Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson átti fyrir gærdaginn þrenn félagsskipti á topp tíu yfir þau dýrustu hjá íslenskum knattspyrnumönnum í gegnum tíðina en er nú í fyrsta sinn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar eftir að Everton keypti hann á meira en 44 milljónir punda frá velska félaginu Swansea City.

Alþjóðlega félagsskipta- og tölfræðisíðan Transfermarkt heldur vel utan um öll félagsskipti í knattspyrnuheiminum og þar má nálgast allar upplýsingar um kaupverð leikmanna í gegnum tíðina. Það er gaman að skoða sögu dýrasta knattspyrnumanns Íslands í samanburði við kaupin á Gylfa. Til að minnka rugling og erfiðleika með brokkgengt gengi íslensku krónunnar þá notum við enska pundið í þessum saman burði.

Ásgeir Sigurvinsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen náðu allir að slá tvisvar metið yfir dýrasta íslenska knattspyrnumanninn og bæði þeir Ásgeir og Hermann náðu því tvö ár í röð.

Gylfi hefur nú alls verið seldur fyrir 68 milljónir punda á ferlinum og hefur hækkað í verði við hver kaup. Það er þó erfitt að sjá hann halda þeirri þróun áfram eftir þetta risastóra stökk.

Hér fyrir neðan má sjá þennan samanburð úr Fréttablaðinu í dag en tölurnar eru fengnar úr gagnagrunni Transfermarkt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×