Enski boltinn

Gylfi Þór og félagar slógu út lið Kára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bafetimbi Gomis fagnar sigurmarki sínu en Kári Árnason svekkir sig á bak við.
Bafetimbi Gomis fagnar sigurmarki sínu en Kári Árnason svekkir sig á bak við. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City slógu Kára Árnason og félaga í Rotherham United út úr enska deildabikarnum í kvöld. Swansea City var eitt af fjölmörgum liðum sem komust áfram í 3. umferð.

Manchester United var ekki eina úrvalsdeildarliðið sem féll úr keppni í kvöld því nýliðar Leicester City töpuðu á heimavelli á móti Shrewsbury Town, nýliðar Burnley töpuðu á heimavelli á móti Sheffield Wednesday og West Ham tapaði í vítakeppni á móti Sheffield United.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í umræddum 1-0 sigri Swansea á Rotherham United en Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Rotherham. Bafétimbi Gomis skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu.

Federico Macheda spilaði sinn fyrsta leik með Cardiff og skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri á Port Vale. Aron Einar Gunnarsson var hvíldur í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu ellefu mínúturnar þegar Charlton tapaði 1-0 á útivelli á móti Derby County. Iván Calero skoraði sigurmark Derby á 87. mínútu.

West Ham og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli og úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Enner Valencia lét verja frá sér í vítakeppninni.

Andy Mangan tryggði D-deildarliði Shrewsbury Town 1-0 sigur á úrvalsdeildarliði Leicester.

Atdhe Nuhiu skoraði sigurmark Sheffield Wednesday á móti úrvalsdeildarliði Burnley en markið kom úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Newcastle þurfti sjálfsmark til þess að vinna C-deildarlið Gillingham.

Dwight Gayle skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 3-0 sigri Crystal Palace á Walsall.

Will Grigg og Benik Afobe, á láni frá Arsenal, skoruðu báðir tvö mörk í 4-0 sigri C-deildarliðs Milton Keynes Dons á úrvalsdeildarliði  Manchester United.

Úrslitin í enska deildarbikarnum í kvöld:

Port Vale - Cardiff City    2-3

Middlesbrough - Preston North End    3-1

Huddersfield Town - Nottingham Forest    0-2

Swansea City - Rotherham United    1-0

Watford - Doncaster Rovers    1-2

Millwall - Southampton    0-2

AFC Bournemouth - Northampton Town    3-0

Brentford - Fulham    0-1

Scunthorpe United - Reading    0-1

Derby County - Charlton Athletic    1-0

West Ham United - Sheffield United    1-1 (Sheffield United vann 5-4 í vítakeppni)

Swindon Town - Brighton & Hove Albion     2-4

Leicester City - Shrewsbury Town    0-1

Crewe Alexandra - Bolton Wanderers    2-3

Gillingham - Newcastle United    0-1

Norwich City - Crawley Town    3-1

Burnley - Sheffield Wednesday    0-1

Walsall - Crystal Palace    0-3

West Bromwich - Oxford United    1-1 (WBA vann 7-6 í vítakeppni)

Milton Keynes Dons - Manchester United    4-0


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×