MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Gylfi Ţór jafnađi viđ Heiđar Helguson

 
Enski boltinn
07:30 04. FEBRÚAR 2016
Gylfi Ţór fagnar markinu á The Hawthorns.
Gylfi Ţór fagnar markinu á The Hawthorns. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson er nú jafn í öðru til þriðja sæti yfir markahæstu Íslendingana í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá upphafi.

Gylfi Þór skoraði mark sinna manna í Swansea á þriðjudagskvöldið þegar þeir gerðu svekkjandi 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion á útivelli, en WBA jafnaði metin í uppbótartíma.

Markið var það 20. sem hann skorar fyrir Swansea, en í heildina er Gylfi Þór búinn að skora 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsframherji íslands, skoraði einnig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tólf ára tímabili fyrir Watford, Fulham, Bolton og QPR, en þeir deila öðru sætinu á eftir Eiði Smára Guðjohnsen.

Eiður Smári er langmarkahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði 54 mörk fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham þegar hann sneri aftur til Englands á láni.


Sjáđu markiđ hans Gylfa Ţórs á móti WBA:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Gylfi Ţór jafnađi viđ Heiđar Helguson
Fara efst