FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 19:30

Sigur á silfurliđinu frá HM og Ísland komiđ áfram

SPORT

Gylfi Ţór jafnađi viđ Heiđar Helguson

 
Enski boltinn
07:30 04. FEBRÚAR 2016
Gylfi Ţór fagnar markinu á The Hawthorns.
Gylfi Ţór fagnar markinu á The Hawthorns. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson er nú jafn í öðru til þriðja sæti yfir markahæstu Íslendingana í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá upphafi.

Gylfi Þór skoraði mark sinna manna í Swansea á þriðjudagskvöldið þegar þeir gerðu svekkjandi 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion á útivelli, en WBA jafnaði metin í uppbótartíma.

Markið var það 20. sem hann skorar fyrir Swansea, en í heildina er Gylfi Þór búinn að skora 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsframherji íslands, skoraði einnig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tólf ára tímabili fyrir Watford, Fulham, Bolton og QPR, en þeir deila öðru sætinu á eftir Eiði Smára Guðjohnsen.

Eiður Smári er langmarkahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði 54 mörk fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham þegar hann sneri aftur til Englands á láni.


Sjáđu markiđ hans Gylfa Ţórs á móti WBA:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Gylfi Ţór jafnađi viđ Heiđar Helguson
Fara efst