Enski boltinn

Gylfi Þór fer í heimsókn til meistaranna - leikir helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur þegar skorað gegn tveimur stórliðum.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur þegar skorað gegn tveimur stórliðum. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir tveggja vikna landsleikjahlé en stórleikur umferðarinnar er viðureign Arsenal og Manchester United á Emirates-leikvanginum sem hefst klukkan 17.30 í kvöld.

Bæði lið Arsenal og Manchester United hafa valdið vonbrigðum á tímabilinu en þau eru hvorugt meðal fimm efstu liða deildarinnar.

Þetta er líka stór dagur fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea City sem heimsækja Englandsmeistara Manchester City klukkan þrjú í dag. Swansea er fyrir ofan bæði Man. United og Arsenal í töflunni og nær City að stigum með sigri.

Swansea hefur unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu og Gylfi hefur skorað í báðum sigurleikjunum. Þetta verður fyrsti leikur Gylfa eftir að hann var valinn besti leikmaður mánaðarins hjá Swansea.

Topplið Chelsea tekur á móti WBA í dag og Liverpool heimsækir Crystal Palace á morgun en það var einmitt á Selhurst Park sem liðið klúðraði endanlega möguleikanum á því að vinna titilinn í fyrsta sinn í 24 ár.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingar á sportstöðvum 365 um helgina.



Laugardagur

08.00 DP World Championship  Golfstöðin

12.50 F1 Tímataka í Abu Dhabi Sport

15.00 Man City-Swansea Sport2

15.00 Chelsea-WBA Sport

15.00 Everton-West Ham Sport3

15.00 Leicester-Sunderland Sport4

15.00 Newcastle-QPR Sport5

15.00 Stoke-Burnley Sport6

17.00 Eibar-Real Madrid Sport

17.30 Arsenal-Man. United Sport2

19.00 Barcelona-Sevilla  Sport

21.00 Deportivo-Sociedad Sport

Sunnudagur

07.30 DP World Championship Golfstöðin

12.30 F1 Abu Dhabi Sport

13.30 C.Palace-Liverpool  Sport2

16.00 Hull-Tottenham Sport2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×