Fótbolti

Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á punktinum í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson á punktinum í kvöld. Vísir/Valli
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Ísland gegn Hollandi í kvöld úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

„Það er mjög gott að ná þessum þremur stigum. Við hefðum sætt okkur við eitt stig fyrir leikinn en í lokin ef þeir hefðu jafnað hefði það verið mjög svekkjandi. Gott að vera að fara heim með möguleika á að klára þetta heima,“ sagði Hollansbaninn.

Hvað annað er hægt að kalla Gylfa? Hafnfirðingurinn skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum heima og aftur tryggir hann okkur sigur á þeim appelsínugulu.  Líkt og í fyrri leiknum skoraði hann út víti.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið stressaður að taka víti. Ég hafði á tilfinningunni í gær að við myndum fá víti svo ég valdi mér horn í gær. Ég breytti ekkert um skoðun og sem betur fer var þetta rétt horn.“



Eiður Smári:„Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“

Leikurinn var í góðu jafnvægi frá upphafi til enda. Okkar menn fóru á kostum.

„Sérstaklega eftir að Robben fór útaf meiddur, þeir fengu rautt og svo fáum við vítið. Eftir það vörðumst við mjög vel.“

Ísland getur klárað dæmið á sunnudaginn og raunar dugar jafntefli í ljósi annarra úrslita í kvöld.

„Við erum í þeirri stöðu að við getum klárað dæmið á sunnudaginn. Auðvitað viljum við vinna leikinn og klára þetta sem fyrst. Eitt stig væri mjög gott en við viljum vinna þetta og vinna riðilinn líka. Það setur okkur í betri stöðu þegar verður dregið.“

Gylfi hlakkar til að koma heim.

„Það er alltaf gaman að koma heim en svolítið sérstakt að vera í þeirri stöðu að við getum farið alla leið á EM á sunnudaginn. Við verðum að halda okkur á jörðinni og sjá til þess að við klárum dæmið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×