Enski boltinn

Gylfi stóð sig vel í upptökum á Pepsi-auglýsingunni - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það styttist í heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar. Íslenska karlalandsliðið var nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á mótinu en missti af lestinni á síðustu stundu.

Gylfi Þór Sigurðsson mun þó vera áberandi í aðdraganda mótsins en hann var valinn ásamt nokkrum skærustu knattspyrnustjörnum heimsins til að taka þátt í alþjóðlegri auglýsingaherferð hjá Pepsi í tengslum við heimsmeistarakeppnina.

Um er að ræða sömu auglýsingu og Akureyringurinn Þorsteinn Baldvinsson, eða Stony, leikur aðalhlutverkið í. Nokkrar útgáfur voru teknar upp af henni og verður Gylfi í þeirri útgáfu sem sýnd er hér á landi.

Hjörtur Hjartarson fylgdist með því þegar auglýsingin var tekin upp í London fyrir skömmu og fjallaði um það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

„Ég hef reynt að velja þær auglýsingar sem passa við mig og kannski sagt nei við mikið af tækifærum. Pepsi-auglýsingin er það langstærsta sem ég gert hingað til," sagði Gylfi meðal annars við Hjört.

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá hvernig auglýsingin var tekin upp auk þess að Hjörtur ræddi við Gylfa bæði um auglýsinguna og fótboltann hjá Tottenham. Hann fékk líka að vita hvernig Gylfi stóð sig hjá þeim sem tóku upp auglýsinguna með honum.


Tengdar fréttir

Datt á Lionel Messi í tökunum

Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, leikur aðalhlutverkið í nýrri, alþjóðlegri auglýsingu fyrir Pepsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×