Enski boltinn

Gylfi skapar fleiri færi en James Rodriguez og Toni Kroos

Gylfi í baráttunni við Ander Herrera, leikmann Man. Utd.
Gylfi í baráttunni við Ander Herrera, leikmann Man. Utd. vísir/getty
Þegar kíkt er á tölfræðina í fimm stærstu deildum heims kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Til að mynda að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti yfir þá sem skapa flest færi.

Búið er að taka saman tölfræði nýrra leikmanna í deildunum fimm til að sýna fram á hvaða kaup voru best.

Það kemur kannski á óvart að Luis Suarez, leikmaður Barcelona, skuli skapa flest færi. Fleiri færi en Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, sem er í öðru sæti.

Gylfi Þór er í þriðja sæti og á eftir honum koma Real Madrid-mennirnir James Rodriguez og Toni Kroos. Ekki ónýt tölfræði það hjá Gylfa.

Diego Costa, framherji Chelsea, skýtur oftast á markið af nýju mönnunum og á eftir honum kemur framherji Atletico Madrid, Antoine Griezmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×