Enski boltinn

Gylfi og fimm aðrir detta úr byrjunarliðinu hjá Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í byrjunarliði Swansea City í leiknum á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gylfi er einn af sex leikmönnum sem fara út úr byrjunarliðinu frá því í tapleiknum á móti Tottenham um síðustu helgi. Swansea komst þá 1-0 yfir í fyrri hálfleik en varð að sætta sig við tap eftir að hafa fengið á sig tvö mörk í seinni hálfleiknum.

Ásamt Gylfa fara þeir Àngel Rangel, Neil Taylor, Federico Fernández, Leon Britton og Alberto Paloschi út úr byrjunarliðnu.

Gylfi, Rangel, Fernández og Paloschi byrjar allir á bekknum en hinir tveir eru ekki í hópnum.

Lukasz Fabiański, Ashley Williams, Jack Cork, Sung-Yueng Ki og André Ayew halda allir sæti sínu í byrjunarliðinu.

Francesco Guidolin missir af leiknum vegna veikinda og mun Alan Curtis stýra liðinu í leiknum í kvöld.




Tengdar fréttir

Swansea of háð Gylfa og Ayew

Alan Curtis, þjálfari Swansea, vill að fleiri leikmenn skori mörk fyrir félagið en bara Gylfi Þór Sigurðsson og Andre Ayew.

Stjóri Gylfa fluttur á sjúkrahús

Francesco Guidolin, knattspyrnustjóriSwansea City, mun ekki stýra Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum á móti Arsenal í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×