Enski boltinn

Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney, Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí.
Rooney, Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí. vísir/getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni.

Leikmenn Everton ætluðu að gera sér glaðan dag eftir leikinn við Swansea City á mánudaginn en það verður að bíða betri tíma.

„Ég hef hætt við jólapartíið því það er ekki þörf á því vegna stöðunnar sem við vorum í þegar ég kom fyrst hingað. Ég sagði leikmönnunum að ég myndi verðlauna þá þegar jólatörninni er lokið og við komnir inn í janúar. Þá getum við skemmt okkur,“ sagði Stóri Sam.

„Þetta er ekki á dagskrá fyrr en við erum komnir í þá stöðu að geta verið andað rólega.“

Eftir góð úrslit í síðustu leikjum er Everton komið upp í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Newcastle á St. James' Park í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×