Enski boltinn

Gylfi og Diego Costa búnir að hitta markið jafnoft

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Diego Costa.
Gylfi Þór Sigurðsson og Diego Costa. Vísir/Getty
Aðeins tveir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa náð fleirum skotum á mark í fyrstu þrettán umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór hefur skorað fjögur mörk en hann hefur hitt markið tuttugu sinnum. Það eru bara þeir Sergio Agüero hjá Manchester City (24 skot á mark) og  Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United (23 skot á mark) sem hafa hitti markið oftar.

Gylfi Þór hefur alls reynt 43 skot í þessum 13 leikjum og 47 prósent þeirra hafa þar með hitt markið. Gylfi hefur átt tvö skot í tréverkið.

Gylfi er að hitta markið betur en á síðasta tímabilið þegar hann skoraði 11 mörk. Gylfi hitti þá markið í 32 af 88 skotum sínum eða í 36 prósent tilfella.

Diego Costa og Sergio Agüero eru markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar með tíu mörk hvor.

Zlatan Ibrahimovic hefur reynt langflest skot eða 63. Það eru átta fleiri skot en Sergio Agüero sem kemur næstur.

Flest skot á markið í ensku úrvalsdeildinni 2016-17:

1. Sergio Agüero, Manchester City 24

2. Zlatan Ibrahimovic, Manchester United 23

3. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 20

3. Diego Costa, Chelsea 20

5. Romelu Lukaku, Everton 19

6. Roberto Firmino, Liverpool 18

6. Eden Hazard, Chelsea 18

6. Theo Walcott, Arsenal 18

9. Charlie Austin, Southampton 17

9. Philippe Coutinho, Liverpool 17

11. Alexis Sánchez, Arsenal 16

12. Christian Eriksen, Tottenham 14

12. Juan Mata, Manchester United 14

44. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley  7


Tengdar fréttir

Gylfi er fullkominn leikmaður fyrir Tottenham

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að það sé synd að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið seldur frá Tottenham því hann sé fullkominn leikmaður fyrir félagið.

Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu um helgina og hefur þar með skorað tíu slík mörk á stóra sviðinu í evrópskum fótbolta. Fréttablaðið skoðar þessi tíu eftirminnilegu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×