Enski boltinn

Gylfi langlaunahæstur | 42 milljónir á mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Miðað við úttekt Frjálsar verslunar er Gylfi Þór Sigurðsson í hópi 200 launahæstu knattspyrnumanna heims. Hann er sagður vera með 514 milljónir króna í árslaun eða 42 milljónir á mánuði.

Hann er langlaunahæsti knattspyrnumaður Íslands en næstur á listanum er Kolbeinn Sigþórsson með 150 milljónir í árslaun. Þar á eftir koma Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson.

Gylfi Þór leikur með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og er þar lykilmaður. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins í deildinni með sjö mörk en liðið mætir á sunnudag Tottenham, hans gamla liði, á White Hart Lane í Lundúnum.


Tengdar fréttir

Swansea of háð Gylfa og Ayew

Alan Curtis, þjálfari Swansea, vill að fleiri leikmenn skori mörk fyrir félagið en bara Gylfi Þór Sigurðsson og Andre Ayew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×