Enski boltinn

Gylfi lagði upp sigurmark Swansea gegn Arsenal | Sjáið mörkin

Ashley Williams fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði eftir undirbúning Gylfa i kvöld.
Ashley Williams fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði eftir undirbúning Gylfa i kvöld. Vísir/Getty
Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði dýrmætum stigum gegn Swansea á heimavelli, en lokatölur 2-1 sigur Swansea. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Swansea.

Topplið deildarinnar, Leicester, tapaði stigum í gær og því var mikilvægt fyrir Arsenal að næla í öll þau stig sem í boði voru í dag.

Það byrjaði vel fyrir heimamenn sem komust yfir með marki Joel Campbell eftir stundarfjórðung þegar hann tæklaði boltann í netið, en Swansea var án stjóra síns sem er á sjúkrahúsi.

Sautján mínútum síðar eða á 32. mínútu jöfnuðu heimamenn. Wayne Routledge fékk þá góða sendingu inn fyrir og lagði boltann framhjá varnarlausum Petr Cech. Staðan jöfn þegar liðin bengu til búningsherbergja í hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum, en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Sung-Yueng Ki og hann átti heldur betur eftir að láta til sín taka.

Á 74. mínútu fengu gestirnir aukaspyrnu. Gylfi tók frábæra spyrnu inn á teiginn þar sem Ashley Williams kom á hvínandi siglingu og kom boltanum í netið.

Heimamenn í Arsenal gerðu allt hvað þeir gátu til að koma boltanum í netið, en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-1 sigur gestanna frá Wales og annað tap Arsenal í deildinni í röð staðreynd.

Arsenal er eftir tapið í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Leicester og þremur stigum á eftir Tottenham sem er í öðru sætinu. Swansea fjarlægist fallbaráttuna með sigrinum, en þeir eru nú sex stigum frá fallsæti - í 16. sæti með 30 stig.

Joel Campbell kemur Arsenal í 1-0 Wayne Routledge jafnar fyrir Swansea Gylfi lagði upp sigurmark Ashley Williams

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×