Enski boltinn

Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton á Goodison Park | Myndir og myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi heilsar stuðningsmönnunum í kvöld.
Gylfi heilsar stuðningsmönnunum í kvöld. Vísir/AFP
Þetta var stórt kvöld fyrir Everton og íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á Goodison Park og liðið vann 2-0 sigur á Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Gylfi varð í gær dýrasti leikmaður Everton frá upphafi þegar félagið borga Swansea um 45 milljónir punda fyrir hann. Það eru bundnar miklar væntingar til íslenska landsliðsmannsins sem spilar ekki fyrsta leik sinn fyrir félagið fyrr en í fyrsta lagi á móti Manchester City á mánudaginn kemur.

Everton sýndi beint frá leiknum við Hajduk Split á Youtube-rás félagsins og þar mátti líka sjá til Gylfa í stúkunni. Hann hafði góð áhrif á nýju liðsfélagana sem unnu 2-0 sigur. Það hefði verið betra að fá fleiri mörk en mikilvægt að halda markinu hreinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og myndband af Gylfa heilsa stuðningsmönnunum. Fyrir neðan allar myndirnar má síðan nálgast útsendingu frá þessu Evrópukvöldi á Goodison Park.









Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×