Enski boltinn

Gylfi kemst ekki á listann yfir þá sem hlaupa mest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Liverpool á ekki bara liðið sem hleypur mest í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili heldur einnig leikmanninn sem hleypur mest.

Gylfi Þór Sigurðsson hjá Swansea er aftur á móti ekki meðal þeirra tólf leikmanna sem hafa hlaupið mest í fyrstu níu umferðunum. Sky Sports hefur tekið þessa tölfræði saman.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur hlaupið manna mest eða 106,5 kílómetra en í næstu sætum eru síðan Chelsea-mennirnir N'Golo Kante og Nemanja Matic.

Liverpool-maðurinn Roberto Firmino er síðan sá sem hefur tekið flesta spretti eða 607 talsins. Firmino er aðeins á undan George Boyd hjá Burnley en Raheem Sterling hjá Man City er síðan í þriðja sætinu.

Liverpool er það lið sem hefur tekið flesta spretti en auk Roberto Firmino þá eru þeir Sadio Mane og Nathaniel Clyne báðir meðal sex efstu á listanum yfir flest spretti leikmanna.

Leikmenn sem hlaupa mest í ensku úrvalsdeildinni:

1. sæti     Jordan Henderson     Liverpool     106.5

2. sæti     N'Golo Kante     Chelsea     104.9

3. sæti     Nemanja Matic     Chelsea     104.1

4. sæti     Craig Dawson     West Brom     102.0

5. sæti     Sam Clucas     Hull     100.7

6. sæti     Fernandinho     Man City     100.5

7. sæti     Danny Drinkwater     Leicester     99.7

8. sæti     Dean Marney     Burnley     99.6

9. sæti     Hector Bellerin     Arsenal     99.5

10. sæti     Gareth Barry     Everton     99.2

11. sæti     Valon Behrami     Watford     98.2

12. sæti     Victor Wanyama     Tottenham     98.2



Leikmenn sem taka flesta spretti í ensku úrvalsdeildinni:

1. sæti     Roberto Firmino     Liverpool     607

2. sæti     George Boyd     Burnley     603

3. sæti     Raheem Sterling     Man City     591

4. sæti     Theo Walcott     Arsenal     576

5. sæti     Sadio Mane     Liverpool     571

6. sæti     Nathaniel Clyne     Liverpool     570

7. sæti     Diego Costa     Chelsea     565

8. sæti     Eden Hazard     Chelsea     560

9. sæti     Nathan Redmond     Southampton     557

10. sæti    Dele Alli     Tottenham     553


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×