Enski boltinn

Gylfi í fjórtánda sæti yfir bestu kaup tímabilsins að mati Telegraph

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United.
Gylfi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson er í fjórtándu sæti yfir verðmætustu kaup tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu að mati Telegraph. Argentínski miðjumaðurinn Esteban Cambiasso trónir á toppnum.

Miðað er við hvað liðin fá fyrir peninginn sem leikmaðurinn var keyptur á, en til að mynda eru þrír leikmenn sem voru fengnir frítt á listanum.

Í umsögnunni um Gylfa segir að Gylfi hafi verið frábær fyrir Swansea einnig áður en hann gekk til liðs við Tottenham. Varnarmaðurinn Ben Davies fór upp í kaupin hjá Gylfa, en hann spilaði stóra rullu í því að Swansea náði flestum stigum í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi endaði tímabilið með átta mörk og tíu stoðsendingar, en í umfjölluninni stendur einnig að Hafnfirðingurinn hafi verið ein af betri kaupum tímabilsins.

Esteban Cambiasso er á toppi listans, en hann gekk til liðs við Leicester frítt fyrir tímabilið. Nýliðarnir héldu sér uppi og geta vel við unað. Næstir koma Alexis Sanches og Cesc Fabregas.

Topp 20 listinn í heild sinni:

20 - Andrew Robertson (Hull City) £2.85m

19 - Diafra Sakho (West Ham United) £3.5m

18 - Daley Blind (Manchester United) £13.8m

17 - Fraser Forster (Southampton) £10m

16 - Emra Can (Liverpool) £9.75m

15 - Dame N'Doye (Hull City) £3m

14 - Gylfi Sigurðsson (Swansea City) £8m

13 - Dusan Tadic (Southampton) £10.9m

12 - David Ospina (Arsenal) £3m

11 - Graziano Pelle (Southampton) £8m

10 - Bafetimbi Gomis (Swansea City) Frítt

9 - Sadio Mané (Southampton) £11.8m

8 - Ayoze Perez (Newcastle United) £1.5m

7 - Ander Herrera (Manchester United) £28.85m

6 - Diego Cossta (Chelsea) £32m

5 - Aaron Cresswell (West Ham United) £3.75m

4 - Lukasz Fabianski (Swansea City) Frítt

3 - Cesc Fabregas (Chelsea) £27m

2 - Alexis Sanches (Arsenal) £35m

1 - Esteban Cambiasso (Leicester City) Frítt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×