Enski boltinn

Gylfi í 17. sæti hjá Telegraph: Mundu að hann spilar með Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er í sautjánda sæti í úttekt enska dagblaðsins The Telegraph á bestu leikmönnum tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni.

„Sigurðsson hefur á köflum náð að halda Swansea á floti í leikjum sínum og án hans væri liðið í enn meira basli en það er í,“ segir í umsögn blaðsins en Swansea er sem stendur í neðsta sæti ensku deildarinnar með fimmtán stig.

Aðeins eitt stig skilja þó að neðstu fjögur liðin en Swansea á þó erfiðan útileik gegn Liverpool á morgun.

Sjá einnig: Sérfræðingur ESPN: Án Gylfa væri Swansea sennilega fallið

„Hann er ekki með besta sendingahlutfallið en þú verður að muna að hann spilar fyrir Swansea. Það er nánast öruggt að hann væri með hærra hlutfall ef hann myndi spila fyrir þokkalegt lið.“

„Það er frábær árangur fyrir hvaða leikmann sem er að vera með fimm mörk og sex stoðsendingar í liði sem er í neðsta sæti deildarinnar,“ segir í umsögn the Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×