Fótbolti

Gylfi frammi með Jóni Daða | Ari Freyr ekki með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson spilar við hlið Jóns Daða Böðvarssonar í framlínu Íslands.
Gylfi Þór Sigurðsson spilar við hlið Jóns Daða Böðvarssonar í framlínu Íslands. vísir/andri marinó
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar í fremstu víglínu hjá íslenska landsliðinu sem mætir því króatíska í undankeppni HM 2018 eftir rúman klukkutíma.

Ari Freyr Skúlason er ekki leikfær og Hörður Björgvin Magnússon tekur stöðu hans í vinstri bakverðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hörður Björgvin er í byrjunarliði Íslands í keppnisleik.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-0 sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði. Auk Harðar Björgvins kemur fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson aftur inn í byrjunarliðið en hann tók út leikbann gegn Tyrkjum.

Birkir Bjarnason leikur við hlið Arons Einars á miðjunni og Jóhann Berg Guðmundsson og Theodór Elmar Bjarnason spila á köntunum.

Leikur Króatíu og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2):

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Birkir Bjarnason

Vinstri kantmaður: Theodór Elmar Bjarnason

Sóknarmenn: Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson


Tengdar fréttir

Þessir gæjar kunna að refsa

Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum

"Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013.

Feluleikur með Modric

Ante Cacic, landsliðsþjálfari Kró­atíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld.

Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum

"Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb.

Úkraína upp fyrir Ísland

Úkraínumenn komust upp fyrir Íslendinga í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 1-0 sigur á Finnum á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×