Enski boltinn

Gylfi farinn frá Bandaríkjunum | Á leið til Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson muni semja við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea í vikunni.

Enska blaðið Daily Mail fullyrðir í dag að Gylfi muni fara til velska félagsins í skiptum fyrir Ben Davies auk þess sem að Tottenham muni kaupa markvörðinn Michel Vorm fyrir 3,5 milljónir punda.

Gylfi hefur verið í æfingaferð með Tottenham í Bandaríkjunum en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann kvatt félaga sína og er nú á leið aftur til Englands.

Sömu heimildir herma að forráðamenn Swansea eru afar áhugasamir um að fá Gylfa og að fjögurra ára samningur liggi á borðinu fyrir landsliðsmanninn.

Gylfi stóð sig frábærlega þegar hann lék sem lánsmaður hjá Swansea á síðari hluta tímabilsins 2011-12. Hann skoraði þá sjö mörk í nítján leikjum og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni það tímabilið.

Þýska liðið Hoffenheim seldi hann því næst til Tottenham þar sem hann hefur verið í tvö ár. Hann skoraði alls þrettán mörk fyrir félagið í 85 leikjum í öllum keppnum.


Tengdar fréttir

Gylfi á æfingu með Seattle Seahawks

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til Bandaríkjanna í æfingarferð Tottenham Hotspur en hann tók þátt í sameiginlegri æfingu Tottenham og Seattle Seahawks í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×