Enski boltinn

Gylfi fær nýjan liðsfélaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cork má ekki leika með Swansea um helgina þegar liðið mætir Southampton - hans gamla félagi.
Cork má ekki leika með Swansea um helgina þegar liðið mætir Southampton - hans gamla félagi. vísir/getty
Swansea City hefur fest kaup á enska miðjumanninum Jack Cork frá Southampton. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Cork skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við velska liðið.

Cork, sem er 25 ára, er alinn upp hjá Chelsea en náði aldrei að leika fyrir aðallið félagsins. Árið 2011 gekk hann til liðs við Southampton þar sem hann lék 128 leiki og skoraði þrjú mörk. Hann á fjölda leikja að baki fyrir yngri landslið Englands auk þess sem hann lék með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2012.

„Við reyndum allt sem við gátum til að fá hann í sumar og þegar tækifærið gafst á ný stukkum við á það. Við erum mjög ánægð að hafa fengið hann til félagsins,“ sagði Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, en samningur Corks við Southampton hefði runnið út í sumar.

Cork getur þó ekki leikið með Swansea á morgun þegar liðið mætir hans gömlu félögum í Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×