Gylfi er sá duglegasti í ensku úrvalsdeildinni

 
Enski boltinn
16:30 14. MARS 2017
Gylfi Ţór Sigurđsson.
Gylfi Ţór Sigurđsson. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið á kostum með Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann skapar mest en hleypur líka mest.

Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að 19 mörkum liðsins (8 mörk og 11 stoðsendingar) en enginn í deildinni hefur gefið fleiri stoðsendingar.

Það hefur verið fjallað vel um allar stoðsendingar Gylfa og það hann hafi gefið fleiri slíkar en allar hinar stórstjörnurnar í ensku úrvalsdeildinni en önnur tölfræði sýnir að sannar að hann er líka sá duglegasti í deildinni.

Gylfi hefur alls hlaupið 318,2 kílómetra í leikjum Swansea City á leiktíðinni eða fleiri kílómetra en allar leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2016-17.

Swansea City segir frá þessari staðreynd á opinberri twitter-síðu sinni en þetta þýðir einnig að það finnast varla betri liðsfélagar en íslenski landsliðsmaðurinn.

Gylfi er nefnilega að hlaupa úr sér lungum í hverjum leik og þá er hann að leggja upp færi fyrir félaga sína hægri, vinstri. Það er ekki slæmt að hafa slíka leikmann í sínu liði.

Það er vissulega önnur staðreynd sem hjálpar okkar manni upp í efsta sætið á þessum tölfræðilista. Gylfi er ekki aðeins duglegur að hlaupa í leikjum Swansea heldur missir hann ekki af leik og spilar allar 90 mínúturnar í næstum því öllum leikjum sínum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Gylfi er sá duglegasti í ensku úrvalsdeildinni
Fara efst